top of page

6+1 VÍDD RITUNAR

Sérstaða 6+1 víddar felst í að skoða ritunarferlið í ljósi sjö vídda, en þær eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning.

 

Víddirnar gera kennurum og nemendum kleift að tala um eðli og einkenni ritunar á auðskilinn og merkingarbæran hátt og að skilgreina og þekkja hvernig gott ritverk hljómar og lítur út.

 

Í stað þess að meta ritun einungis út frá víddinni rithefðir sem snýr að málfræði og stafsetningu, eru notaðar leiðir til að meta alla þætti ritunar. Á þann hátt gefst nemendum tækifæri til að láta ljós sitt skína og jafnvel skara fram úr í ritun á forsendum annarra þátta en aðeins stafsetningar og málfræði.

 

Kennarar ræða við nemendur um ritunarverkefnin á meðan þau eru í smíðum og meta þau út frá matsrömmum 6+1 víddar. Nemendurnir fá þannig tafarlausa og einstaklingsmiðaða endurgjöf frá kennaranum.
 

Ritunarnálgunin sem um er fjallað í bókinni gagnast við kennslu allra námsgreina þar sem ritunar er krafist. Áhersla er m.a. lögð á mismunandi tilgang, tegundir, framsetningu og eðlisþætti ritunar. Kennarar sem fá þjálfun í að nota 6+1 vídd ritunar munu í kjölfarið verða meðvitaðri um hagnýtar leiðir til að meta ritunarverkefni nemenda og styrkjast í matsferlinu, sama hvaða grein þeir kenna. Birt eru ritunardæmi nemenda til skýringar.

Ítarefni

 

Ýmsar upplýsingar

 

Starfendarannsóknir

SÍSL bókin er skráningartæki fyrir starfendarannsóknir þátttakenda í 6+1 Trait.
Notendur hali hana niður af vefnum og visti á sínum tölvum.

 

Á þessum vefslóðum eru nánari upplýsingar um starfendarannsóknir:


Matskvarðar-6 þættir/6-point rubrics

/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

SÉRSTÖK NÁLGUN TIL AÐ KENNA RITUN

Notebook and Pencil

Ritunarverkefni

bottom of page